Mikilvæg skilaboð frá Sigmundi Davíð :)


Framboð til formanns SUF

Ég er meistaranemi í vélaverkfræði á sviði jarðvarmaorku og hef einnig stundað eðlisfræðinám við Háskóla Íslands og the University of British Colombia í Kanada. Ég er meðlimur í stjórn FUF-Alfreðs í Reykjavík og er nývalinn til setu í þeirri nefnd Framsóknarflokksins sem taka mun innra starf flokksins til endurskoðunar.

Ég lít svo á að megintilgangur SUF sé að afla Framsóknarflokknum fylgis meðal ungra kjósenda og að vera vettvangur fyrir ungt og efnilegt fólk til að hefja þáttöku sína í stjórnmálum. Við erum samviska flokksins og eigum að krefjast þess að flokkurinn verði eins öflugur og hann þarf að vera. Það er okkar hlutverk að vera til fyrirmyndar innan flokksins í vinnubrögðum og öllu starfi.

Einnig er mikilvægt að sem flest málefni komi frá okkur – grasrót flokksins. Ég legg til eftirfarandi skref sem ég tel að geti hjálpað okkur að ná fram þessum takmörkum.

  • SUF á að stíga fram sem það afl innan flokksins sem berst fyrir sáttum. –Við eigum að vera bæði límið í flokknum sem og samviska hans.
  • Nútímavæðum SUF. Ég legg til að við tökum upp netkerfi þar sem fundir og umræður í málefnastarfi geta átt sér stað innan þess kerfis. Ungt fólk er oft mjög tímabundið en með því að bjóða upp á bæði venjulega fundi (með vefmyndavél) og gangandi umræður innan glæsilegs, nútíma netkerfis er hægt að hvetja ungt og tímabundið fólk til þess að taka þátt í málefnastarfinu.
  • Fáum fólk um allt land inn í málefnastarfið. Eins og staðan er í dag er SUF of Reykjavíkurmiðað, til þess að taka þátt í starfinu af fullum krafti þarf fólk að búa á höfuðborgarsvæðinu. En með nútímatækni (sem að allt ungt fólk getur auðveldlega notað) og endurskipulagningu á málefnastarfinu trúi ég á að við getum virkjað allt unga og efnilega framsóknarfólkið um allt land í starfi SUF.
  • Endurskipuleggjum málefnastarfið í formi skuggaráðuneyta. Ef að við fáum framsóknarfólk um allt land inn í málefnastarfið opnast möguleikar á að standa fyrir kraftmeira málefnastarfi. Þannig legg ég til að við skiptum okkur í hópa í þeim 4-5 málefnaflokkum sem helst snerta ungt fólk. Með skilvirkara skipulagi og fleira fólki getum við haft meiri áhrif bæði á umræðuna innan flokksins og í þjóðfélaginu.
  • Bætum samstarf FUF félaganna. Fundir með formönnum allra FUF félaga þurfa að vera bæði reglulegir og öflugir.
  • Fáum kjörna fulltrúa til þess að standa fyrir máli sínu hjá SUF. Ég legg til að þingmenn verði reglulega fengnir til þess að kynna sín helstu mál innan netkerfis SUF (og á fundum). Þau fá þannig frá ungum framsóknarmönnum bæði hugmyndir sem og uppbyggilega gagnrýni. Ég og fleiri höfum kynnt þessar hugmynd fyrir flestum þingmönnum flokksins og fengið frábær viðbrögð.
  • Gerum starfið skemmtilegra. Í sambandi við aðildarfélögin þarf SUF að standa fyrir fleiri skemmtilegum atburðum. SUF partý og vísindaferðir, vikulegur SUF fótbolti (þar sem þingmönnum er boðið að mæta og vera í marki), málfundir, ræðunámskeið og fleira eru hugmyndir sem við ættum að keyra í gang í vetur. Við þurfum að sýna ungu fólki að það er ekkert skemmtilegra en að hitta hresst, ungt framsóknarfólk.
  • Endurvekjum skemmtinefnd SUF. Í henni myndu sitja allir sem vilja, í þeim eina tilgangi að skipuleggja skemmtanir og hópefli fyrir stjórn SUF og alla hressa framsóknarmenn.
  • Hættum að deila um þau mál sem við getum ekki haft áhrif á. Ef SUF einbeitir sér að málefnum ungs fólks getum við haft alvöru áhrif á þjóðmálin og komið fram okkar hugmyndum. Notum næsta ár í að sýna ungu fólki að innan Framsóknar geta þau haft alvöru áhrif – og fyrst og fremst að Framsóknarflokkurinn er eini kosturinn fyrir ungt og hresst fólk.

Ef að fólk vill ræða SUF (eða önnur mál), endilega hafið samband og við getum rætt málin.

Virðingarfyllst,
Sigurjón Norberg Kjærnested
snk1@hi.is og 6929271

http://www.facebook.com/#!/pages/Sigurjon-Kjaernested-sem-formann-SUF/147065895316849


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband